top of page

Myndskreyttar útgáfur af Njálu, teiknimyndasögur, og útgáfur sem henta  ungmennum

Lestu Njálu, sögu Njáls á Bergþórshvoli, fjölskyldu hans og samtíðarmanna

Njálubækur, teiknimyndasögur og útgáfur sem henta ungmennum

Erlendar útgáfur Njálu, þýðingar og aðrar bækur þar sem Njáls saga er viðfangsefnið

Njála/Brennu-Njáls saga á nokkrum erlendum tungumálum

Brennu-Njáls saga

Jón Böðvarsson, samantekt

Fremst er inngangur ritaður af Jóni og þá yfirlit um ættir og vensl helstu sögupersóna. Orðskýringar eru neðanmáls og hefur verið aukið við þær frá fyrri útgáfu auk þess sem köflum hefur verið valið heiti. Aftast eru verkefni og nafnaskrá.

Brennu-Njáls saga

Íslendingasaga

Brennu-Njáls saga er hér í handhægri kiljuútgáfu fyrir skóla og almenning. Textinn er ritaður með nútímastafsetningu, orða- og efnisskýringar fylgja, ásamt ættartölum og landakorti. Eftirmáli fylgir um Íslendingasögur.

Kalt er annars blóð

Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir

Í Kalt er annars blóð er glæpasagnaformið fléttað glæsilega saman við íslenska sagnahefð og íslensk örlög í nútíð og fortíð eins og Þórunni Jörlu einni er lagið. Kalt er annars blóð, sem sækir efnivið m.a. í Njálu, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.

Please reload

Njála - barnabók

Brynhildur Þórarinsdóttir og Margrét E. Laxness

Bókin gefur gott tækifæri til að kynna sagnaarfinn fyrir nemendum á grunnskólastigi og hefur höfundur tekið saman kennsluleiðbeiningar sem nálgast má á kennarsvæði Forlagsins.

Please reload

Blóðregn: Sögur úr Njálu

Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir

„Blóðregn er æsispennandi teiknimyndasaga byggð á lokaþætti Njáls sögu. Hér lifna þekktar persónur við á glænýjan hátt og þúsund ára gömul átök eru færð í mál og myndir nýrra tíma, jafnt fyrir þá sem þekkja söguna vel og þá sem eru að koma að henni í fyrsta sinn.“

Brennan: Sögur úr Njálu

Embla ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson

Brennan er teiknimyndasaga sem byggð er á Brennu-Njálssögu og segir frá brennunni og vígi Höskuldar.

Vetrarvíg: Sögur úr Njálu

Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson

Vetrarvíg er sjálfstætt framhald bókanna Blóðregns og Brennunnar – um er að ræða myndasögur byggðar á Brennu-Njáls sögu. 

Hetjan

Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson

Hetjan er teiknimyndasaga sem byggð er á Brennu-Njáls sögu. Fyrri bækur flokksins, Blóðregn, Brennan og Vetrarvíg, hafa hlotið ýmsar viðurkenningar.

Brennu-Njáls saga - Fyrri hluti / Rafbók

Brynhildur Þórarinsdóttir og Halldór Baldursson

„Fyrri hluti Njálu í endursögn fyrir skóla. 
Brennu-Njáls saga er í flokki bóka sem eru endursagnir á þekktum skáldsögum. Þetta er fyrri hluti sögunnar.“ 

Brennu-Njáls saga - seinni hluti / Rafbók

Brynhildur Þórarinsdóttir og Halldór Baldursson

„Seinni hluti Njálu í endursögn fyrir skóla. Brennu-Njáls saga er í flokki bóka sem eru endursagnir á þekktum skáldsögum.“

Please reload

Gunnar Lambason

Hvort grætur þú nú, Skarphéðinn?
bottom of page