Myndskreyttar útgáfur af Njálu, teiknimyndasögur, og útgáfur sem henta ungmennum
Kalt er annars blóð
Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir
Í Kalt er annars blóð er glæpasagnaformið fléttað glæsilega saman við íslenska sagnahefð og íslensk örlög í nútíð og fortíð eins og Þórunni Jörlu einni er lagið. Kalt er annars blóð, sem sækir efnivið m.a. í Njálu, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.
Njála - barnabók
Brynhildur Þórarinsdóttir og Margrét E. Laxness
Bókin gefur gott tækifæri til að kynna sagnaarfinn fyrir nemendum á grunnskólastigi og hefur höfundur tekið saman kennsluleiðbeiningar sem nálgast má á kennarsvæði Forlagsins.
Blóðregn: Sögur úr Njálu
Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir
„Blóðregn er æsispennandi teiknimyndasaga byggð á lokaþætti Njáls sögu. Hér lifna þekktar persónur við á glænýjan hátt og þúsund ára gömul átök eru færð í mál og myndir nýrra tíma, jafnt fyrir þá sem þekkja söguna vel og þá sem eru að koma að henni í fyrsta sinn.“
Brennan: Sögur úr Njálu
Embla ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson
Brennan er teiknimyndasaga sem byggð er á Brennu-Njálssögu og segir frá brennunni og vígi Höskuldar.
Vetrarvíg: Sögur úr Njálu
Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson
Vetrarvíg er sjálfstætt framhald bókanna Blóðregns og Brennunnar – um er að ræða myndasögur byggðar á Brennu-Njáls sögu.
Hetjan
Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson
Hetjan er teiknimyndasaga sem byggð er á Brennu-Njáls sögu. Fyrri bækur flokksins, Blóðregn, Brennan og Vetrarvíg, hafa hlotið ýmsar viðurkenningar.
Gunnar Lambason