allt sem þú vildir vita um Njálu ... og meira til!
Mikill fjöldi hefur lagt leið sína í Sögusetrið til að sauma í Njálurefilinn, bæði börn og fullorðnir.
Í refilsaumi eru notuð fjögur mismunandi spor – útlínur eru saumaðar fyrst og svo fyllt í.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði refilinn og teiknaði myndirnar.
NJÁLUREFILL
Njálurefillinn er um 90 metra langur og 50 sentimetra breiður refill sem segir Brennu-Njálssögu. Myndir og texti úr sögunni eru prentuð á hördúk og saumað með refilsaumi. Fyrirmyndin af reflinum er Bayeux refillinn frægi, en hann er talinn hafa verið saumaður á 11. öld.
Í byrjun árs 2013 var fyrsta sporið tekið í Njálurefilinn, en síðan þá hafa þúsundir tekið þátt í að sauma hann. Refillinn er til húsa í Sögusetrinu á Hvolsvelli og er öllum velkomið að leggja lið við saumskapinn. Skelltu þér!
Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði refilinn og teiknaði
myndirnar. Fjallasaum ehf., stendur að baki verkefninu, en hugmyndavinna og undirbúningur var í höndum
Christina M. Bengtsson og Gunnhildar Eddu Kristjánsdóttur.
Sjá nánar á www.njalurefill.is eða kíktu á Njálurefilinn á Facebook
Ekki lætur Hallgerður verða ellidauða húskarla vora.
Skarphéðinn Njálsson