allt sem þú vildir vita um Njálu ... og meira til!

Í Sögusetrinu er hægt að finna eitthvað við allra hæfi. © Sögusetrið

Á Njálusýningunni er gerð grein fyrir helstu persónum Njálu og afdrifaríkum atburðum sögunnar.
SÖGUSETRIÐ Á HVOLSVELLI
Í Sögusetrinu eru til húsa Njálurefillinn og Njálusýningin, auk Kaupfélagassafns, Gallerí Orms, Söguskálans og upplýsingamiðstöðvar.
Á Njálusýningunni eru gestir leiddir um heim víkinganna og sagnaheim Brennu-Njáls sögu. Sýningunni er skipt upp í þrjú megin þemu; víkingastofu, bókastofu og Njálustofu. Gestir fá tækifæri til að kynna sér umhverfi og lifnaðarhætti á tímum sögunnar, áður en söguhetjur bókarinnar eru kynntar til leiks. Yngri kynslóðin getur smellt sér í búning og tekið með sér sverð og skjöld áður en farið er inn á sýninguna.
Kíktu á Sögusetrið á Facebook.
Sjá nánar á www.njala.is
Fara vil eg fyrst til Íslands að finna vini mína og frændur.
Gunnar á Hlíðarenda